bankastræti

Ég mætti þér á Bankastræti 7
Fórum upp að mokka saman tvö
Gengum inn, þú tókst reikninginn sem og fyrr
Ég hafði gleymt því hve lengi við getum setið kyrr

Þú biður ekki um margt en þú baðst um þetta borð
Ég beið og beið en þú sagðir ekki orð
Þar til þú tylltir þér að vegnum
Last bút úr dánarfregnum og
Horfðir út á regnið og flissaðir

En stundum hugsa ég að hjartað mitt sé úr stáli
Og ekkert sem ég segi geti skipt nokkru máli
Því eina leiðin til að fá fólk til að heyra
Er að segja eitthvað sem ég kann ekki að meina

Þú segir drauminn að syngja við Arnarhól
Það sem fólkið vill syngja í sumarsól
Og orðin þín sem hreyfa litlar varir
Vara lengur en þau vönduðustu sem að þú kannt
En þá er eins og þau tilheyri þér ekki samt

Því hvað á ég að segja til að hjartað mitt bráðni?
Eða orð á ég að velja til að skipta þig máli?
Ef eina leiðin til að fá fólk til að heyra
Er að segja eitthvað sem það mun hvort eð er gleyma?

Hleyptu þeim alveg inn
Samt ekki of hreinskilin
Vá er þetta textinn þinn?
Hvaðan kom tortryggnin?
Finnst þér hann hugrakkur?
Eða bara fagmaður?
Boys að babbla á beat-inu
Fokk nei gleymdu þessu



Credits
Writer(s): Elín Hall
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link