Bréfið (feat. Einar Örn Gíslason)

Innan handa sérðu lítið bréf
Hvað skyldi standa
Kannski ósk frá mér
Að skila burt treflinum sem þú vildir láta kirkja þig með
Er þetta lyfseðill eða lottómiði
Jafnvel bobbingar úr svæsnu klámblaði
Lítill skólagoggur kannski kaupalisti
Einn Jón Sigurðsson sem einhver plebbi missti
Er þetta tóbaksklútur eða háðsglósa
Reyndu betur því að

Þú veist aldrei hvert bréfið fer
Þú veist aldrei hvað bréfið er
Þú veist aldrei hvort bréfið sé
Einhvað annað en þú
Ímyndaðir þér
Ímyndaðir þér
Ímyndaðir þér
Ímyndaðir þér

Innan handa sérðu lítið bréf
Hvað skyldi standa
Kannski ósk frá mér
Að skila bótinni sem mig vantar á boruna á mér
Er þetta inneignsnóta, kannski lítil pyngja
Jafnvel sjálfsmorðsbréf frá heimsvönum ættingja
Fallegt ástarljóð eða músastigi
Djúpur bakþanki sem þú hirtir úr dagblaði
Er þetta læknisvottorð eða bankakrafa
Reyndu betur því að

Þú veist aldrei hvert bréfið fer
Þú veist aldrei hvað bréfið er
Þú veist aldrei hvort bréfið sé
Einhvað annað en þú
Ímyndaðir þér
Ímyndaðir þér
Ímyndaðir þér
Ímyndaðir þér



Credits
Writer(s): Einar örn Gíslason, Sólon Thorberg Helgason
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link