Sögur

Ef eitthvað bjátar á
veistu hvað mér finnst best að gera þá
Ég læt mig dreyma
aðra heima
sem fá mig til að gleyma
amstri og þraut í bara smá.
Ég veit það má.

Þegar ég bý til sögur
breytist heimurinn
í sérhvert sinn
– fyrir töfra,
sem að búa inní mér.

Ég leik mér að þér
og þessum hér
saman hlið við hlið
þá semjum við
nýja sögu
sem ég ætla að segja þér

Hún er um skrýtin dýr
og skondinn fýr
já viltu ekki koma með
inni Hundraðekruskóg.

Segjum glænýja sögu
þér er boðið inn
kæri vinur minn
– fyrir töfra,
inn í ímyndaðan heim

Allt getur skeð
fylgstu vel með
þegar saman við
setjum hér á svið
nýja sögu
færum þig í undraheim

Þar búa skrýtin dýr
og skondinn fýr
já viltu ekki koma með
inni Hundraðekruskóg.

Segmér hvert ertað fara?
Inní Hundraðekruskóg.

Þar búa skrýtin dýr
og skondinn fýr
já viltu ekki koma með
inni Hundraðekruskóg.



Credits
Writer(s): Anna Bergljót Thorarensen, þórður Gunnar þorvaldsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link