Draumar

Ég man þegar draumar voru allt of stórir til að geta ræst
Gáfumst upp á að gefast upp því innst inni þá kom þetta alltaf næst
Mæta alltof snemma með feik skilríki
fremst að syngja með er þetta himnaríki?
Alveg að deyja úr kulda fyrir outfittið
gott að reyna smá en ekki allt of mikið

Stjörnur í augunum
fiðringur í maganum
allt getur gerst ef ég reyni að lifa mest

En stundum verður allt svartara
draumarnir verða annarra
litla blómið sem þú vökvaðir er grátt
En svo einn dag verður aftur bjartara
liggur ekki lengur andvaka
og þú finnur drauminn hamast inn í þér
sem betur fer
sem betur fer

Ég man þegar ég fann fyrst að þetta gæti orðið svona sárt
Dagar urðu að mánuðum og allt í einu komin nokkur ár
Hætta alltaf við að hætta við
klessa oft á vegg en standa upp aftur
Reyna bara að æfa jafnvægið
röddin hún er hás, gítarinn haltur

Þoka yfir augunum
hnútur inn í maganum
Ekkert er sárara en draumur sem aldrei varð

En stundum verður allt svartara
draumarnir verða annarra
litla blómið sem þú vökvaðir er grátt
En svo einn dag verður aftur bjartara
liggur ekki lengur andvaka
og þú finnur drauminn hamast inn í þér
sem betur fer
sem betur fer

Ooh ohh

En stundum verður allt svartara
draumarnir verða annarra
litla blómið sem þú vökvaðir er grátt
En svo einn dag verður aftur bjartara
liggur ekki lengur andvaka
og þú finnur drauminn hamast inn í þér
sem betur fer
sem betur fer



Credits
Writer(s): Hildur Kristín Stefánsdóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link