Vögguljóð

Yfir landið rökkurró
rennur eins og móða,
sofnar fuglafjöld í mó,
fölnar loftið rjóða.

Bundin er í báða skó,
byrgir þokan hljóða,
útsýnið um allan sjó,
alla götuslóða.

Blunda, væna barn, í ró,
blundaðu, elskan, góða.



Credits
Writer(s): Ragnheidur Grondal
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link