Engin Eftirsjá

Í leit að hamingju allir sigla þyrftu
yfir dimmt og djúpt, yfir tímans kalda haf
Léttist undir eins róður ef allir hirtu
minna um fáein spor út af braut því af

Fortíð læra má
reisa framtíð á
– engin eftirsjá
Bæði ég og þú
lifum hér og nú

Tíminn gildra er, gæta þarftu að þér
en þá sem lifa nú hann fær aldrei handsamað
Hví að syrgja' og sjá eftir því sem út af ber?
Snúðu öllu því þér í hag því af

Ef í fortíðinni býrð
burt frá lífinu snýrð
Farir þú langt fram úr þér
þú gleymir því sem er
Og þótt núið sé snúið ber
þér og mér
núna að vera hér
og svo fer sem fer



Credits
Writer(s): Jon Ragnar Jonsson, Einar Lovdahl Gunnlaugsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link