Óðinn

Loki heitir, Óðinn opni
augu Miðgarðs vætta.
Oki undir, vondu vopni
veldur, engra sætta.

Ég er Óðinn, ég er Óðinn,
ég er sá sem les í ljóðin,
Hilmar Baldursson.

Finnum duginn, ekki efast,
alltaf sýna gæsku.
Vinnum þegar sorgir sefast, sjaldan beitum græsku.

Ég er Óðinn, ég er Óðinn,
ég er sá sem les í ljóðin,
Hilmar Baldursson.

Sofa skaltu, aldrei ata
árar sálu tæra.
Lofa Óðin, heimskir hata,
heiðna sinnið næra.

Ég er Óðinn, ég er Óðinn,
ég er sá sem les í ljóðin,
Hilmar Baldursson.



Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Axel Arnason, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link