Stöndum saman

Við reynum hvað við getum, lepjum dauðann úr skel.
Við eigum ekki neitt, það hljómar ekki vel.
Við vorum skilin eftir, í rústum föðurlands,
meðan þeir sem okkur rændu, dansa áfram villtan dans.

Þeir skulda mér og þér, þjóðinni allri.
Tóku allt handa sér, urðu Ísland'að falli.

Nú herðum við upp hugann, horfum framávið,
hjálpum hvort öðru, við skulum halda hér frið.
Bjartsýnin og vonin, gefa okkur þrótt.
Við munum byggj'upp okkar land, fyrr verður okkur ekki rótt.

Þeir skulda mér og þér, þjóðinni allri.
Tóku allt handa sér, urðu Ísland'að falli.

Við þá sem er að sakast, drögum fyrir rétt,
í von um að þeir iðrist, og játi sína sekt.
Við þurfum þeirra ránssjóði í endurreisnarstarf.
Við viljum gefa börnum okkar sterka þjóð í arf.

Þeir skulda mér og þér, þjóðinni allri.
Tóku allt handa sér, urðu Ísland'að falli.

Þeir skulda mér og þér, þjóðinni allri.
Tóku allt handa sér, urðu Ísland'að falli.



Credits
Writer(s): Helgi Oskarsson, Kristinn Snaer Agnarsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link