Syndir

áfram heldur ævi þín
inn í óvissuna rétt eins og mín
en nú langar mig að líta við
yfir leiðinnar glöp

enginn sleppur alveg hreint
það veit alvaldur að víst hef ég reynt
ég hef þraukað en ég þrái frið
eftir þrúgandi töp

og allar mínar syndir
sálarinnar bál en ég veit að þú fyrirgefur
syndir
eins og gamlar minningar fylgja mér
syndir
setjast að í mér meðan lífið sinn tilgang vefur
syndir
ú

oft er rétta áttin týnd
það er aldrei nokkur miskunn sýnd
það er aldrei talað undir rós
enginn umvefur þig

loksins hef ég lært af þeim
og mig langar bara að komast heim
en þegar skín á mig þitt skæra ljós
elta skuggarnir mig

og allar mínar syndir
sálarinnar bál en ég veit að þú fyrirgefur
syndir
eins og gamlar minningar fylgja mér
syndir
setjast að í mér meðan lífið sinn tilgang vefur
syndir
eftirsjá
syndir

þær læðast að þér
og hæðast að mér
en nú er hjarta mínu létt
ég veit þú sleppur alltaf burt
ég þekki þig rétt

mistökin mín
þau eru ekki þín
hver metur verkin yfirleitt?
því kannski er allt sem gert er einhvers virði

segðu mér hvað þú telur vera syndir
syndir
syndir
sálarinnar bál en ég veit að þú fyrirgefur
syndir
eins og gamlar minningar fylgja mér
syndir
setjast að í mér meðan lífið sinn tilgang vefur
syndir
eftirsjá
syndir
syndabál
syndir
ú
syndir



Credits
Writer(s): Fridrik Sturluson, Gudmundur Jonsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link