Ótrúlega hrifin

Ég veit ég er ekki ein í sárum
né ein um það að fella tár
né ein um það að þjást
ég reyni þó að kljást við það.
Ég veit að það er harla hæpið
að híma ein og bíða hér
ég ræð ekki við það
en ræðum ekki um það ég er
ótrúlega hrifin af þér.
En nú ég spá' og ég spyr
spyr hví gæfan gekk á dyr
og alveg í hnút
ótrúlega hrifin af þér
ótrúlega hrifin af þér
ótrúlega hrifin af þér.
Svo margt sem segir: Þú skalt gleyma
en hjartað segir: Haltu í hann
og haltu þetta út
ó allt í einu hnút hjá mér
ég er ótrúlega hrifin af þér.
En nú ég spá' og ég spyr
spyr hví gæfan gekk á dyr
og alveg í hnút
ótrúlega hrifin af þér
ótrúlega hrifin af þér
ótrúlega hrifin af þér.



Credits
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link