Læt Það Duga

Þeir segja að tíminn sár öll græði,
ef svo er því dreymir mig
enn um líf þar sem ég læðist,
með veggjum, forðast margmennið.

Liðið er nú ár,
ég áfram held að raða eld sem grær mitt sár.
Þó ég haldi sjón
þá flæðir inn í huga minn, þar var víst nóg.

Ég veit að minnið, ég veit hvað mér er best
á eigin skinni, græða sárin best.
Stundum ég gleymi, í stundarkorn finn ró
áfram mig teymir en svo hverfur fljótt.

Ég efast um hvort rétt ég muni,
því alltaf blekkir minningin.
En þó dreg ég andann,
það duga verður enn um sinn.

Ég veit að minnið, ég veit hvað mér er best
á eigin skinni, græða sárin best.
Stundum ég gleymi, í stundakorn finn ró
áfram mig teymir en svo hverfur fljótt.

Svo fljótt, svo fljótt, svo fljótt, svo fljótt.
Svo fljótt, svo fljótt.



Credits
Writer(s): ásgeir Aðalsteinsson, Valdimar Gudmundsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link