Frosin gríma
Skömmu fyrir sólsetur sé ég miðnættið sigla að
leita skjóls í minningum liðins tíma.
Varir mínar hreyfast, sérð þú það?
Andlit mitt sem frosin gríma.
Úr tóminu heyri ég spámannsins orð:
Dæmir þú aðra, er enginn tími til að elska?
Ég spyr með augunum: verð ég dæmdur fyrir morð
á sjálfum mér taki ég enga sénsa?
Ef ég þyrfti ekki að giska
ef ég þyrfti ekki að giska
myndi ég glaður játa
það sem ég gæti hafa gert.
Ef ekki væri þessi vissa
ekki væri þessi vissa
myndi ég glaður játa
það sem ég hef ekki gert.
Frá angurværum skuggum til verksmiðjufriðar
eru fuglarnir frjálsir? spyr ég sjálfan mig.
Því þó vindar blási er eins og þeim ekkert miði
með hlekki himins vafða um sjálfa sig.
Þegar húma tekur spyr ég hjarta í trúnaði
Hver er tjáning ástarinnar? Og það svarar: Þögnin
vissirðu það ekki, að ástin er tjáning þagnarinnar?
Ef ekki þyrfti að giska
ekki þyrfti að giska
myndi ég glaður játa
það sem ég gæti hafa gert.
Ef ekki væri þessi vissa
ekki væri þessi vissa
myndi ég glaður játa
það sem ég aldrei hef gert.
leita skjóls í minningum liðins tíma.
Varir mínar hreyfast, sérð þú það?
Andlit mitt sem frosin gríma.
Úr tóminu heyri ég spámannsins orð:
Dæmir þú aðra, er enginn tími til að elska?
Ég spyr með augunum: verð ég dæmdur fyrir morð
á sjálfum mér taki ég enga sénsa?
Ef ég þyrfti ekki að giska
ef ég þyrfti ekki að giska
myndi ég glaður játa
það sem ég gæti hafa gert.
Ef ekki væri þessi vissa
ekki væri þessi vissa
myndi ég glaður játa
það sem ég hef ekki gert.
Frá angurværum skuggum til verksmiðjufriðar
eru fuglarnir frjálsir? spyr ég sjálfan mig.
Því þó vindar blási er eins og þeim ekkert miði
með hlekki himins vafða um sjálfa sig.
Þegar húma tekur spyr ég hjarta í trúnaði
Hver er tjáning ástarinnar? Og það svarar: Þögnin
vissirðu það ekki, að ástin er tjáning þagnarinnar?
Ef ekki þyrfti að giska
ekki þyrfti að giska
myndi ég glaður játa
það sem ég gæti hafa gert.
Ef ekki væri þessi vissa
ekki væri þessi vissa
myndi ég glaður játa
það sem ég aldrei hef gert.
Credits
Writer(s): Bubbi Morthens
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.