Heims Um Bóleró
Þegar desember á dynur,
þegar dægurkórinn stynur,
þegar heimsmynd okkar hrynur
og við hvergi finnum skjól,
þá við bljúg á knén krjúpum
og við kálum nokkrum rjúpum,
í sykur heiminn hjúpum
og höldum enn ein jól.
Kveikum nú á kertunum
og kyngjum jólatertunum
og játum það að jólin eru æði.
Berum allt úr búðunum
og brettum nef á rúðunum
og játum það — jólin eru æði.
Þegar úti myrkrið mest er,
þegar mæðulegast flest er,
þegar langsamlega best er,
að læðast heims um ból,
þá við stígum upp á stóla
og við straujum bláa kjóla.
Loks af gleði allir góla
því það gætu komið jól.
Skellum nú upp skrautinu
og skrúfum niður í tautinu
og játum það — jólin eru æði.
Refsum kreditkortunum
og kyngjum öllum sortunum
og játum það að jólin eru æði.
Það er desembermorgunn og allt er svo ferlega falla-la.
Um fannhvíta jörð trítla börnin og allt er svo falla-la.
Svo skellur á ólukkans aðventufrenzýið falla-la.
Og allt fer úr skorðum, á taugum og rakleitt til falla-la.
Tæmum allt úr veskinu
og tökum vel á fleskinu
og játum það að jólin eru æði.
Myrðum grunlaus grenitré
og gerum látlaust matarhlé
og játum það að jólin eru illuð.
Taugatrekkjum krakkana
sem tæta í sig pakkana
og játum það að jólin eru sturluð.
Endum loks á jólanótt
öll með græna bólusótt
og játum það — jólin eru æði!
þegar dægurkórinn stynur,
þegar heimsmynd okkar hrynur
og við hvergi finnum skjól,
þá við bljúg á knén krjúpum
og við kálum nokkrum rjúpum,
í sykur heiminn hjúpum
og höldum enn ein jól.
Kveikum nú á kertunum
og kyngjum jólatertunum
og játum það að jólin eru æði.
Berum allt úr búðunum
og brettum nef á rúðunum
og játum það — jólin eru æði.
Þegar úti myrkrið mest er,
þegar mæðulegast flest er,
þegar langsamlega best er,
að læðast heims um ból,
þá við stígum upp á stóla
og við straujum bláa kjóla.
Loks af gleði allir góla
því það gætu komið jól.
Skellum nú upp skrautinu
og skrúfum niður í tautinu
og játum það — jólin eru æði.
Refsum kreditkortunum
og kyngjum öllum sortunum
og játum það að jólin eru æði.
Það er desembermorgunn og allt er svo ferlega falla-la.
Um fannhvíta jörð trítla börnin og allt er svo falla-la.
Svo skellur á ólukkans aðventufrenzýið falla-la.
Og allt fer úr skorðum, á taugum og rakleitt til falla-la.
Tæmum allt úr veskinu
og tökum vel á fleskinu
og játum það að jólin eru æði.
Myrðum grunlaus grenitré
og gerum látlaust matarhlé
og játum það að jólin eru illuð.
Taugatrekkjum krakkana
sem tæta í sig pakkana
og játum það að jólin eru sturluð.
Endum loks á jólanótt
öll með græna bólusótt
og játum það — jólin eru æði!
Credits
Writer(s): Bragi Valdimar Skulason
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.