Á einu augabragði (Live)

Sem bresti stíflugarðar
Og streymi heitt og kalt
Á einu augabragði
Virðist endurnýjast allt
Er þetta annað upphaf?
Eða er allt búið spil?
Ég finn í hverri frumu
Svo undarlega til

Það er sem eitthvað þverri
En þó sem bætist í
Ég virðist ofurnæmur
En dofinn næstum því
Það er ekki allt sem sýnist
Og svo margt ég ekki skil
Og ég finn í hverri frumu
Eitthvað undarlega til

Um fingur mér og fætur
Fara tilfinningaflóð
Kannsk'er allt á enda runnið
Eða finn ég nýja slóð?

(Ég finn svo til) Það gerðist eitthvert undur
(Ég elska þig) Hvað hefur komið yfir mig?
(Hver huggar mig?) Það fór eitthvað í sundur
(Hvað verður nú?) Kannski tekur betra við
(Ég finn svo til) Og ég finn í hjarta mínu
(Ég finn svo til) Svo undarlega til
Svo undarlega til

Sem bresti stíflugarðar (Sem bresti stíflugarðar)
Og streymi heitt og kalt (Og streymi heitt og kalt)
Á einu augabragði (Á einu augabragði)
Það umturnaðist allt (Það umturnaðist allt)
Á einu augabragði (Á einu augabragði)
Það gerðist á einu augabragði (Á einu augabragði)
Á einu augabragði (Á einu augabragði)
Á einu augabragði



Credits
Writer(s): Gudmundur Jonsson, Stefan Hilmarsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link