Valhöll

Hetja er fallin, höndin sár,
höfuðið klofið að strjúpa.
Gróa þar síðan Baldursbrár,
berjalyng kroppar rjúpa.

Valkyrjur sækja vígamenn,
völlurinn ataður blóði.
Einherja mun þig Óðinn senn
útnefna, vinurinn góði.

Hafinn á loft og traust er tak,
tekinn án nokkurra refja.
Vergmálar víða vopnaskak,
við megum alls ekki tefja.

Sannað sig núna hefur hann,
hetja og örlagavaldur.
Kveðjum við þennan mæta mann,
maðurinn sá heitir Baldur.

Valkyrjur nú valinn kanna,
velja menn til stórræðanna.
Okkar þannig Bifröst bíður,
Baldur hafri Þórs upp ríður.
Yfir sjáum heiðna hrafna,
Huginn, Muninn visku safna.

Heimdallur mun hliðin opna,
höldum inn og beint til vopna.
Einherjar um völlinn vaða,
Valhöll, staður allra staða.

Miðgarður kveður, magnlaus þá
mókaður um ég svamla.
Núna ég horfi niður á
nautin við bæinn minn gamla.

Bærist þar líf við Bæjartjörn,
balinn er umvafinn lyngi.
Leika sér þarna lítil börn,
lífið, það gengur í hringi.

Að okkur nú goðin gæta,
glaðir skulum kverkar væta.
Mært hvern annan mætir getum,
mjöðinn drekkum kjötið etum.
Báðir tveir, jarl Gunnar, Grímur,
glösin tæma, kveða rímur.

Búnir undir ragnarökin,
rekum sverðin út um bökin.
Sárin gróa, sorgir bakka,
sálin heil, ég Óðni þakka.

[English translation:]

Hero is fallen, hand is sore
Head is cleaved to the neck
Ever since then grow sea mayweed [baldursbrár]
Berries eats the Rock Ptarmigan [rjúpa]

Valkyries fetch the fighting men
Field is covered in blood
Einherja you Odin will
Nominate my good friend.

Carried into the air, steady grip
Taken without any gainsay.
Echos widely weapons clash,
We can not delay now

Now he has proven himself,
A hero and fate maker.
We say our goodbyes to this good man,
The man I speak of is Baldur.

Valkyries the val explore now,
Pick the men for the confrontation.
Bifrost waits for us like that,
Baldur bucks [goats] of Thor now rise.
Overhead two ravens flying,
Huginn, Muninn wisdom gater.

Heimdall shall open the gates,
We shall in and straight to arms.
Einherjar the val now roam,
Valhall, place of all places.

Midgard goodbye, powerless then
Confused I roam around [?]
Now I look down upon
The bulls around my old town.

Life is there around Bæjartjörn
Bale is covered in heather.
Around there play little children,
Life there moves in circles.

Over us the gods now watch,
Glad we shall fill our throats.
Maidens to the other men introduce,
The mead we drink and the meat we eat.
Both of them, jarl Gunnar, Grímur,
Glasses empty, saying rhymes.

Prepared now for Ragnarok,
Shove the swords out through the backs.
The wounds they heal and sorrows dwindle,
Soul is whole, I Odin thank!



Credits
Writer(s): Thrainn Arni Baldvinsson, Gunnar Benediktsson, Axel Arnason, Baldur Ragnarsson, Snaebjoern Ragnarsson, Bjoergvin Sigurdsson, Jon Geir Johannsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link