Hvað Get Ég Gert ?

Bilaður í hausnum
Tæpur á tauginni
Ráfa um í leit að lausnum
En hvergi finn ég grið
Hvað get ég gert?
Hvað get ég gert?

Hvernig get ég fúnkerað á gervihnattaöld?
Ég reyni að halda í vonina
Þótt slóðin hún sé köld
Hvað get ég gert?
Hvað get ég gert?
Hvað get ég gert?
Viltu segja mér hvað get ég gert
Ég skulda milljón í banka
Og ég spyr þig Guð
Hvað get ég gert?

Ég bið þig Guð að hjálpa mér og halda í mína hönd
Standa fast við bak mitt þegar eymdin tekur völd
Hvað get ég gert?

Bensínverðið hækkar
Krónan fellur ört
Ég reyni að halda í vonina
Þótt framtíðin sé svört
Hvað get ég gert?

Ég bið þig Guð að hjálpa mér og halda í mína hönd
Standa fast við bak mitt þegar eymdin tekur völd
Hvað get ég gert?
Hvað get ég gert?
Hvað get ég gert?
Viltu segja mér hvað get ég gert
Ég skulda milljón í banka
Og ég spyr þig Guð
Hvað get ég gert?



Credits
Writer(s): Trausti Adalsteinsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link