Einn Koss

Lífið það er oft undarlegt geim
Og stundum finnst mér ég villst hafi af leið
Þá kemur hún og lýsir mér leiðina heim

Í stjörnublikinu bíð ég þín hér
Nóttin er köld því ég er ei hjá þér
Allt gæfi ég fyrir aðeins einn koss frá þér

Takk fyrir mig
Ástin mín eina
Án þín ég væri vart skugginn af mér

Hér áður fyrr var ég trúlaus og blá
Í myrkrinu sat og felldi mín tár
En þá kom hann og lýsti mér leiðina heim

Nú sé ég loks hvers virði það er
Að finna friðinn í hjartanu á mér
Allt gæfi ég
Fyrir aðeins einn koss frá þér

Takk fyrir mig
Ástin mín eina
Án þín ég væri vart skugginn af mér



Credits
Writer(s): Trausti Laufdal Adalsteinsson, Sveinn Helgi Halldorsson, Hildur Thorlindsdottir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link