Sóley

Úti hamast heimsins stríð,
hávær sköll og nöpur hríð.
Lítið barn með léttan fót,
svo glatt, leikur sé glatt,
brosir inn til mín,
með gullin sín.

Barn er heimsins besta rós,
bros þess okkar vonarljós.
Sérðu ekki að sérhvert barn
þarf skjól, frelsi og skjól,
þá mun draumurinn þinn
um betri heim
rætast í þeim.

Sóley, Sóley mín von og trú.
(Sóley, Sóley mín von og trú.)
Sóley, Sóley víst ert það þú
(Sóley, Sóley víst ert það þú.)
sem lýsir upp minn langa dag.
Sóley, Sóley, þetta er þitt lag.

Innst í hjarta allra býr
ástin, vonin, dagur nýr.

Sérðu ekki að sérhvert barn
þarf skjól, frelsi og skjól,
þá mun draumur þinn
um betri heim rætast í þeim.

Sóley, Sóley mín von og trú.
(Sóley, Sóley mín von og trú.)
Sóley, Sóley víst ert það þú
(Sóley, Sóley víst ert það þú.)
sem lýsir upp minn langa dag.
Sóley, Sóley, þetta er þitt lag.

Sóley, Sóley mín von og trú.
(Sóley, Sóley mín von og trú.)
Sóley, Sóley víst ert það þú
(Sóley, Sóley víst ert það þú.)
sem lýsir upp minn langa dag.
Sóley, Sóley, þetta er þitt lag,
þetta er þitt lag.
Sóley, Sóley, þetta er þitt lag.



Credits
Writer(s): Gunnar Thordarson, Toby Sigrun Herman
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link