Sírenur

Saltið sefar sárin hans
Hann heldur sig hafa stjórn
En brimið blíða og öldurnar
Bjóða honum góða nótt
Í mókinu sér hann mynda fyrir
Öllu fegurri sýn
Alsett perlum, dáleiðandi dansar
Djúphafsdrottningin mín

Sírenur kalla, kalla mig heim
Kalla mig heim í hafið
Sírenur kalla, kalla mig heim
Kalla mig heim í hafið

Á dulartungu, til hans syngur
Hjarta hans hamast ótt
En augun tæla, tala til hans
Segja nú sofðu rótt
Grípa í hönd hans hreysturfingur
Draga hann í djúpin köld
Í svartnættinu birtir fyrir
Bjartri ljósveröld

Sírenur kalla, kalla mig heim
Kalla mig heim í hafið
Sírenur kalla, kalla mig heim
Kalla mig heim í hafið
Sírenur kalla, kalla mig heim
Kalla mig heim í hafið
Sírenur kalla, kalla mig heim
Kalla mig heim í hafið
Sírenur kalla, kalla mig heim
Kalla mig heim í hafið

Á botninum sér hann blasa við sér
Konungsríki hennar frítt
Tærir tónar af týndum heimi
Bjóða honum upphaf nýtt
Við altarið bláa brosir til hans
Brúður með hárið sítt
Hafið vefur þau örmum sínum
Og vaggar í svefninn blítt



Credits
Writer(s): Bardi Johannsson, Solveig Matthildur Kristjansdottir, Laufey Soffia Thorsdottir, Margret Rosa Doru-harrysdottir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link