Háfjöllin

Þar sem háfjöllin heilögu rísa
mót heiðskírri norðurátt
á landi íslenskra ísa,

þar er þér, sál mín, svo dátt svo dátt:

þar sem öræfafuglinn hann flögrar

í frosti um skarð og tind
og jökulauðnin þér ögrar
sem óklöppuð dýrlingsmynd

Þar sem Urðhæð og Einbúi vaka
og eldborgin hvíta rís
og fornir fjallgalar kvaka,
þar finn ég þig loks, mín dís!

Á vörum þér sælan sefur:

af sjónum þér andvakan skín,
og mjúkt um þinn meydóm vefur

hún mjöllin sitt frostalín.



Credits
Writer(s): Teitur Magnusson, Halldor Laxness, Daniel Fridrik Bodvarsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link