Þreytt

Þú ert vinsæl og vansæl
Ert með beittar gerviklær
Ert tilbúin í bón
Með gamlan kynsjúkdóm

Það er ekkert nógu gott
Það er aldrei nógu heitt
Það er ekkert sem er breytt
Þetta er dapurt yfirleitt

Það er ekkert nógu flott
Það er aldrei nógu bjart
Þetta er aldrei nógu smart
Þetta er orðið frekar þreytt

Þú ert vansæl og vinsæl
Ert með sár sem ekki grær
Svara manni um hæl
Ert samt engu nær



Credits
Writer(s): Karl Gunnar Jonsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link