Júlía, vertu góð

timbruð morgungyðja gubbar í austri
grængulri morgunskímu
ég ligg í bólinu, læt hugann reika
mig langar að komast í vímu
þeir segja að grasið verði grænast þegar rignir
ég gái aftur út þegar lygnir

júlía, vertu góð
júlía, ekki fara
júlía, vertu góð

sólin skín í gegnum gáskafullt regnið
og gáir hvað klukkan slær
og regnið þvær mína ljósslegnu lokka
og lekur um skítugar tær
og einhvern veginn grasið grær

júlía, vertu góð
júlía, ekki fara
júlía, vertu góð

ég fregnað hef að sérhver sál sé eyja
og að samband okkar sé nú alveg sprungið
og að það sem er of heimskulegt að segja
sé sungið
þú gafst mér vald til að hirða heiminn frá þér
og nú hlæ ég tárum því þú ert ekki hjá mér

júlía, vertu góð
júlía, ekki fara
júlía, vertu góð



Credits
Writer(s): Sverrir Norland
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link