Sárt

ég hef ekkert að gera
við hugsjónir og drauma
og heimskuleg loforð sem engum reynast létt
þú þarft ekki að segjast
munu elska mig að eilífu
elskan, ég veit að það er ekki rétt

við mótmælum og rangtúlkum
og misskiljum hvort annað
þótt við meinum bæði og viljum það sama
við megnum ekki að lifa
einföldu lífi: því lífið hvað er það
án sorgar og drama?

þú verður að segja þúsund lygar
áður en þú hittir á sannleikskorn
hlaupa oft á vegg
áður en þú sleppur loks fyrir horn

Og það er sárt
sárt að innan
sárt innan í brjóstinu á mér
og það er sárt
sárt að innan
það er sárt að vera ekki með þér

hér er engin sem mig langar að leggja
við lag mitt
og jafnvel eyða nóttinni með
nema þú
en á milli okkar
eru virki
og ókleyfir múrar
og eins og ekkert hafi skeð

ef við stefnum í rauninni eitthvað
já hvert sem er
þá ættum við líka að drífa okkur þangað sem fyrst
já annaðhvort það eða við
gætum líka látið
já látið sem við höfum aldrei hist

þú verður að kremja nokkur hjörtu
áður en þú kemur einu til að slá
misskilja allt milli himins og jarðar
áður en þú skilur smá

Og það er sárt
sárt að innan
sárt innan í brjóstinu á mér
og það er sárt
sárt að innan
það er sárt að vera ekki með þér

Ég sakna þín svo undarlega oft
Ég hlýt að vera eitthvað galinn
En kannski skilur maður bara eftir á
hvar fjarsjóðurinn var falinn

Allt sem maður á
er ástin og lífið
og trúin á þetta tvennt
en að varðveita trúna
að varðveita trúna
virðist aðeins
einfeldningum hent

Og það er sárt
sárt að innan
sárt innan í brjóstinu á mér
og það er sárt
sárt að innan
það er sárt að vera ekki með þér



Credits
Writer(s): Sverrir Norland
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link