Jól á brúsa

Haukur minn! Myndirðu koma og hjálpa mér aðeins vinur.
Ég er í smá vandræðum með jóla brúsann.
Ventillinn virðist eitthvað stífur.
Lommér að sjá, já já, nú held ég þetta sé komið.
Ég náði að mýkja ventilinn aðeins.
Jæja strákar. Nú opna ég á brúsann maður.
Stígðu aðeins frá Arnar minn,
þú vilt ekki fá kalkúnaskip í augað ástin.
Jæja, allir tilbúnir.
Nú sprautast þau út maður!
Hæ hæ! Nú sprautast út jólin.

Með ventils-vísifingri, ég úða nú skraut'og glingri
Út þrýstist jóladúkur, blágrenitré og rjúpur
ilmandi greninálar, svo kætast kardinálar
Því að í einum hvelli ... það sprautast út jól

Nú sprautast út ... aðventuljósin mild
Nú sprautast út ... bróderuð dýrlingamynd
Nú sprautast út ... keramik jólakind
Það sprautast út ... Það sprautast út jól

Enn jóla-brúsinn dansar, glitrandi skart og kransar
Úr úðabrúsa rennur, gyllt jólaskraut og spennur
Prestur í mittis-jakka, glussi á jóla-tjakka
Allthreint í einum hvelli ... það sprautast út jól

Nú sprautast út ... Músastigar að vild
Nú sprautast út ... jólastjarna sígild
Nú sprautast út ... Ilmandi sumargotsíld
Það sprautast út ... Það sprautast jól

Ekkert í brúsann vantar, jólaöl einhver pantar
Út streymir kaldur safi, aðventu orkugjafi
Glasseruð kalkúna-spjót, Orabaunafljót
Allthreint í einum hvelli, það sprautast út jól



Credits
Writer(s): Olafur Josephsson, Per: Segulsvið, Sveinn Haukur Magnússon
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link