Margt á Manninn Lagt

Varla hefur neinum neitt
náð að verða eins og mér
jafn ákaflega þungt og þreytt
og þessi litla vísa hér.

Ambögur og ofstuðlar
alveg ná mér upp í kok.
Froðusnakk og fánýtt sprok
frussast úr mér allsstaðar.

Það er margt satt ósagt enn
og margt á manninn lagt,
ójá.

Dagurinn í duftið laut
og draumurinn um skrifað blað.
Bragarsmíð er bannsett þraut,
bölva mátt þér upp á það.

Setningarnar sitt á hvað
synda um á tundri og tjá.
Það er margt satt ósagt enn
og margt á manninn lagt,
ójá.

Svo kemur kvöldsólin.
Hringi hnitar hnötturinn um hana.
Hennar mildi er margsönnuð;
hún er mjög vel hönnuð.

Aumur, tregur, eirðarlaus,
aðframkominn, lafmóður.
Innri verund öll á haus.
Illur, beygður, morðóður.

Eymd og skömm og argaþras
ólm mig vilja fletta og flá.
Það er margt satt ósagt enn
og margt á manninn lagt,
ójá.



Credits
Writer(s): Magnus Tryggvason Eliassen, Andri Olafsson, Daniel Fridrik Bodvarsson, Steingrimur Karl Teague
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link