Troðinn Snjór

Þú finnur varla nokkurn stað,
nokkurn blett sem bragð er að,
sem ekki hefur einhver snert
og jafnvel gert að sínum.

Ef þig rænir hugarró
að troða bara troðinn snjó,
mundu að enginn, fyrr en nú,
markað hefur sömu spor og þú.

Með hverjum degi og hverri frétt,
hverri bók sem færðu flett,
þú klöngrast upp um fjarlæg fjöll
en finnur enga nýjamjöll.

Ef þig rænir hugarró
að troða bara troðinn snjó,
mundu að enginn, fyrr og nú,
markar viðlík spor og þú.

Ef þig rænir hugarró
að troða bara troðinn snjó,
mundu að enginn, fyrr og nú,
markar viðlík spor og þú.

Ef þig rænir hugarró
að troða bara troðinn snjó,
mundu að enginn, fyrr og nú,
markar viðlík spor og þú.

Ef þig rænir hugarró
að troða bara troðinn snjó,
mundu að enginn, fyrr og nú,
markar viðlík spor og þú.



Credits
Writer(s): Magnus Tryggvason Eliassen, Andri Olafsson, Daniel Fridrik Bodvarsson, Steingrimur Karl Teague
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link