Elska þig alltaf (frá mömmu)

Ég elska þig alltaf
Heitar en heitt.
Þú vita skalt alltaf,
Því ekkert fær breytt.

Jafnvel þótt sólin hætti að skína.
Þó svo að alltaf rign'út í eitt.
Mun ég ávallt þig elska
Heitar en heitt.

Ég elska þig meira
En orð geta lýst.
Já það máttu heyra,
Eins oft og þú kýst.

Því ævilangt muntu eiga mitt hjarta,
Þér gefa skal kærleik, hlýju og traust.
Mun þerra þín tár, vekja brosið þitt bjarta,
Sumar, vetur, vor sem haust.

Ég alltaf mun elska
Þig endalaust.

Þig alltaf mun elska,
Skilyrðislaust.

Ég alltaf mun elska,
Þig endalaust.



Credits
Writer(s): Holmfridur Osk Samuelsdottir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link