völundarhúsið

Tólf þúsund ég elska þig
Tólf þúsund ég elska þig
Tólf þúsund ég elska þig
Tólf þúsund ég elska þig

Að elska þig er eins og að vera orðin mállaus
í brennandi byggingu
þar sem fólk liggur sofandi

Að elska þig er eins og að vera orðin ljóslaus
í grenjandi rigningu
uppá niðdimmri heiðinni

Að finna þig var að fá grip í neyð
Stefnulaus ég sveif
inn í völundarhúsið
Þá óraleið

Að elska þig er að rata ekki út
Ráfandi fram og til baka
Er það svefn eða vaka?

Horfðu á mig
Hvað þarf til?
Erum við ekkert nema veggirnir?

Segðu til
Hvað er eftir
til þess að berjast fyrir?
Fyrir þakið að hrynja yfir

Að vera inni er að beygja alltaf sama hringinn
og vona að hann leiði mig
annað en í hin skiptin

Að verða minni á hverri stund sem líður
Er veggirnir þenjast út
frá þessum hringspólandi flöskustút

Og kannski stöðvast hann aldrei hér
undir þakinu sem að ég reisti ein með þér
Eina skjólið sem ég hef

Að elska þig er að vita ef ég fer
fer ég frá helmingnum af sjálfri mér

Horfðu á mig
Hvað þarf til?
Erum við ekkert nema veggirnir?

Segðu til
Hvað er eftir
til þess að berjast fyrir?
Fyrir þakið að hrynja yfir

Úúú

Hvað á ég að gera við
öll árin sem ég lagði í þig
öll tárin sem þú stoppaðir
öll sárin sem ég kroppaði?
Hvern á ég að tala við?
Það er bara þú sem skilur mig
12 þúsund ég elska þig
og mér finnst ég ekki þekkja þig

Hvað á ég að gera við
öll árin sem ég lagði í þig?
Brotin sem þú bölvaðir
drauma þína og martraðir
Hver er það sem vekur þig
þegar grætur sofandi?
Tólf þúsund ég elska þig
Tólf þúsund ég elska þig
Tólf þúsund ég elska þig
Nú á ég ekki að þekkja þig



Credits
Writer(s): Elín Hall
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link