Vinátta okkar er blóm

Öll við lærum og lifum
Og við gerum mistök og breytumst
En breytumst samt ekkert
Ég vil segja þér hvernig mér líður um okkur
Og spurja þig - stefnir það einhvert?
En orðin eru þung
Föst í hálsinum
Ég get ekki komið þeim út
Því orðin opna dyr, eða loka þeim
Byggja eða brenna brú
Líkt og hamstur í hjóli
Nú hugsun mín hleypur í hring
En samt er ég föst í sömu sporum
Kannski eitt eða tvö, kannski þrjú orð
Sem gætu breytt því hver við erum og vorum
En orðin eru þung
Föst í hálsinum
Ég get ekki komið þeim út
Því orðin opna dyr eða loka þeim
Byggja eða brenna brú

Vinátta okkar er blóm, sem ég vil vökva meir og meir
En ofvökvað það kannski deyr
Og alein án þess yrði ég hálftóm
En svo gæti það verið að þú viljir vökva
Umpotta og setja áburð
Og þá fylgjumst við með þessu blómi blómstra
Og breytast í marglita fegurð
En orðin eru þung
Föst í hálsinum
Ég get ekki komið þeim út
Því orðin opna dyr eða loka þeim
Byggja eða brenna brú
Munu orðin þá drepa drauma
Sem döfnuðu í góðri trú?
Breyta þessi orð kannski öllu sem að er svo fallegt nú?
Hversu miklu gætu þau breytt?
Hversu miklu gætu þau breytt?
Hversu miklu gætu þau breytt?
Hversu miklu gætu þau breytt?
Hvað er best fyrir þig?
Og hvað er best fyrir mig?
Hvað er best fyrir þig?
Og hvað er best fyrir mig?
Vinátta okkar er blóm
Sem ég vil vökva meir og meir
En ofvökvað það kannski deyr
Og alein án þess yrði ég hálftóm



Credits
Writer(s): K.óla
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link