Enn annan drykk

Þau eru árinu eldri
Og aftur þau koma hér inn
Og skála af skyldurækni
Af skyldu við daginn sinn
Þau panta Piña colada
Móhíto
Og enn annan drykk
Og hvílsa skál
Reyna að fagna
Ennþá öðru sambandsafmæli

Og þau reyna að drekka burt sorg
Og þau reyna að drekka burt efa og sorg
Fresta áhyggjum, bara í smá
Fokdýr kokteill á ofmetnum bar niðrí bæ
Alltílæ, kulnuð glóð, draumur dó
Og það er komið nóg
Og þau vita það vel en þau tala 'ekki um það
Af hverju tala þau ekki um það?

Þau sitja lengst útí horni
Á barnum þar sem þau hittust fyrst
Þá voru þau með svo hlý hjörtu
En nú hefur endalaust margt breyst

Og þau reyna að drekka burt sorg
Og þau reyna að drekka burt sorg
Og þau reyna að drekka burt sorg
Og þau reyna að drekka burt efa og sorg
Fresta áhyggjum, bara í smá
Fokdýr kokteill á ofmetnum bar niðrí bæ
Alltílæ, kulnuð glóð
Draumur dó
Og það er komið nóg
Og þau vita það vel en þau tala'ekki um það

Og þau panta sér enn annan drykk
Og þau panta sér enn annan drykk
Og þau panta sér enn annan drykk
Og þau panta sér enn annan drykk



Credits
Writer(s): K.óla
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link