Söngur

Laufin í skóginum fölna
Landið allt breytir um lit
Grösin falla og sölna
Farfuglar hverfa með þyt

Þótt snjói og bresti á bylur
Bjarkir felli sín lauf
Ekkert að okkur skilur
Ástin mín vert ' ekki dauf

Í huga mínum er sumar
Haustið kemst ei þar að
Því ég á sól í hjarta mínu
Ástin mín þú ert þar

Ég veit að oft að þér sækja
Kvíði og sálarkvöl
En skógur og niður lækja
Samstundis lækna þitt böl

Mundu svo lengi sem lifir
Að eitt áttu öruggt skjól
Mann sem að vonandi færir
Þér hamingju og brúðarkjól



Credits
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link