Guð

Hér áður fyrr á Vestfjörðum bjuggu afbragðs menn
Bátar voru gerðir út en hætta því víst senn
Því nú er öldin önnur og allt er orðið breytt
Því Ríkið hefur ákveðið að þorpunum verði eytt

Hjá stjórnvöldum nú viljinn er að koma oss á kné
Keyptar eigur þorpsbúa verða glatað fé
Við látum ekki ráðherrana komast upp með það
Að þorpið okkar fallega brytjað verði í spað

Eftir nokkra mánuði fyllum við þann flokk
Sem fluttur verður nauðugur og troðið inn í blokk
Á höfuðborgarsvæðinu og vinnu fáum þar
Við klósettþrif í Kringlunni, drukkin á næsta bar.

Aumt er núna ástandið dalnum okkar í
Samt sitjum við á rassinum og skiljum ekki í því
Að núna liggja bátarnir bundnir við höfn
Það græðir einhver á þessu við nefnum engin nöfn

Eftir nokkra mánuði fyllum við þann flokk
Sem fluttur verður nauðugur og troðið inn í blokk
Á höfuðborgarsvæðinu, hvað tekur við þar?
Það er einmitt spurningin, hefur þú nokkurt svar



Credits
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link