Sof Þú Mér Hjá
Þú ert eins og dagrenning í disneymynd.
Dásamlega hrekklaus, líkt og veturgömul kind.
Þú er ljós á húð og hár.
Þú ert hrein og klár.
Þú ert blíð, snoppufríð - þú ert mín.
Þú ert mér sem lyftiduft í lífsins deig.
Lostafull sem fagurmótuð sending inní teig.
Þú ert dável samansett,
bæði sæt og nett.
Þú ert rjóð, þú ert góð - þú ert mín.
Lof mér að liggja hjá þér.
Leyf mér að hneppa frá.
Hvíla við hvarm þinn,
halda þétt um arm þinn.
Girnilega gullinbrá - gerðu það, segðu nú já.
Ó, sofðu mér hjá.
Mig langar til að hrifsa þig úr hverri spjör.
Hjúpa þig í sýrópi og bananalíkjör.
En þú aftrar þeirri ósk
því þú ert svo þrjósk.
Þú ert þver, samer mér - þú ert mín!
Lof mér að leggjast hjá þér.
Leyf mér að hneppa frá.
Hvíla við hvarm þinn,
hjúfra mig við barm þinn.
Lokkaprúða lipurtá - lof mér að þreifa þér á.
Lof mér að liggja hjá þér.
Leyf mér að hneppa frá.
Hvíla við hvarm þinn,
handleika barm þinn.
Hættu að gráta hringaná - farðu nú að þér að sjá.
Æ, sofðu mér hjá.
Dásamlega hrekklaus, líkt og veturgömul kind.
Þú er ljós á húð og hár.
Þú ert hrein og klár.
Þú ert blíð, snoppufríð - þú ert mín.
Þú ert mér sem lyftiduft í lífsins deig.
Lostafull sem fagurmótuð sending inní teig.
Þú ert dável samansett,
bæði sæt og nett.
Þú ert rjóð, þú ert góð - þú ert mín.
Lof mér að liggja hjá þér.
Leyf mér að hneppa frá.
Hvíla við hvarm þinn,
halda þétt um arm þinn.
Girnilega gullinbrá - gerðu það, segðu nú já.
Ó, sofðu mér hjá.
Mig langar til að hrifsa þig úr hverri spjör.
Hjúpa þig í sýrópi og bananalíkjör.
En þú aftrar þeirri ósk
því þú ert svo þrjósk.
Þú ert þver, samer mér - þú ert mín!
Lof mér að leggjast hjá þér.
Leyf mér að hneppa frá.
Hvíla við hvarm þinn,
hjúfra mig við barm þinn.
Lokkaprúða lipurtá - lof mér að þreifa þér á.
Lof mér að liggja hjá þér.
Leyf mér að hneppa frá.
Hvíla við hvarm þinn,
handleika barm þinn.
Hættu að gráta hringaná - farðu nú að þér að sjá.
Æ, sofðu mér hjá.
Credits
Writer(s): Bragi Valdimar Skulason
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.