Lydia y Clodomira

Ferðbúnar vinkonur, með riffla sér um öxl,
standa í skugga pálmans
Önnur með fegurðarblett, hin með hrafnsvart hár;
í vinjum Sierra Maestra

Tilbúnar að gefa líf sitt en um leið að taka líf
er þær leggja af stað í hættuför; framtíðin er óvís
og það hann hræðist

Yfir víglínuna þær skjótast óséðar sem vindurinn
Þær bera boðin og með sér von um betra líf

Þær sofa undir berum himni,
hengirúmum í;
undir svörtum pálma

Í búðunum lagt er á ráðin og orðinu útvarpað
Að frelsa bændur landsins er markmiðið göfuga,
en að hetjunni læðist grunur

Í sefinu greinist hreyfing í systranna hinstu för
Óvarfærni félagans varð þeim dómurinn;
í lundi svartra pálma

Fyrir veraldlegum vopnum féllu þennan bjarta dag
Lögðust til hinstu hvílu, saman hlið við hlið,
huldar laufum pálmans



Credits
Writer(s): Einar Teitur
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link