Rohingya

Þau flýja úr austri
því þau eru öðruvísi
Aðra ásýnd hafa
og aðra trú aðhyllast

Lengi vel ofsótt
því þau eru af röngum kynþætti
Áður byggðu Rakhine;
nú þau þvera landamærin

Blikið í augum sínum missa
og hár dætra sinna skerða
Konan með blómin í hárinu
heiminum veldur sárum vonbrigðum

Ránfuglinn tekur börnin
í þeirri von að næsta kynslóð þeirra ei verði
Ýmist skotin, barin eða brennd;
saklaus af gjörðum hins sjálfskipaða hers

Svívirt, skorin, marin;
neydd til að fylgjast með aftöku barns síns
Þær liggja á víð og dreif um húsið;
hún lifði af með því að látast vera látin
og nú þarf hún að lifa

Blikið í augum sínum missa
og hár dætra sinna skerða; þeim til verndar
Konan með blómin í hárinu
heiminum veldur sárum vonbrigðum; sýnir hvar hún stendur

Nú þau búa í búðum;
sundraðar fjölskyldur og örum settar sálir;
þeim má ekki gleyma



Credits
Writer(s): Einar Teitur
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link