Janúar

Ákveðin í rigningu hún gengur hnarreist;
Veit hvað bíður sín, veit hvað hún vill
Í glugganum sá sólu; framtíð sína
Það sem enginn veit virðist hún vita

Hún býr í risinu í hvítu húsi á Laugavegi
Þaðan sem hún leggur upp í leiðangra sína

Hún á erindi við hafið; forfeðurna
Eftir hamfarir hún sættir náttúruna

Það enginn veit, líkt og svo margt annað
Er sátt við hlutverk sitt; að mörgu leyti ókannað
Því hjá ömmu sinni hlaut handleiðsluna
Lærði að lesa í spilin og í fortíðina

Hún á erindi við hafið; forfeðurna
Eftir hamfarir hún sættir náttúruna

Beittur augnsvipurinn; milt er hennar bros
Svo hlý og góð; hamingjusöm en varkár
Því hún veit hvað þessi heimur hefur að geyma

Hún á erindi við hafið; forfeðurna
Eftir hamfarir hún sættir náttúruna



Credits
Writer(s): Einar Teitur
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link