Vestur í bæ

Þær búa á Melunum og éta gras
Kettirnir fylgjast bara með
Þær valsa um göturnar með eigið fas;
í þær þorir enginn heilvita

Þær standa saman á Högunum
og þó þær týnist af og til,
og lendi í ýmsum hremmingum,
þær finna öruggt skjól á Melunum

Við fyrsta sólargeisla fara á stjá;
roggnar vappa um garðana
Þær gefa lítið fyrir ys og þys;
í rólegheitum hver aðra heimsækja

Þær þræða Ægissíðuna
og stundum kíkja í bílskúra;
að kanna stemninguna þar
og stundum Vesturbæjarlaugina

Í Vesturbænum búa og ybba gogg;
ýmist þar, hér eða uppi í tré
Úti dvelja allan ársins hring
Þá gildir einu hvernig veðrið er

Þær eru vinkonur með klær
og af mismunandi litablæ
Þó sameiginlegt eiga að
þær eru Vesturbæjarhænurnar



Credits
Writer(s): Einar Teitur
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link