Vorblíðan

Vorblíðan
Helgi Hálfdánarson

Úti kyrrt er allt og hljótt, ekki kvik á nokkru strái
Vindar sofa sætt og rótt, sjávaröldur kúra í dái
Víður himinn, lögur, láð ljóma sunnu geislum stráð

Ungleg brosa grös á grund, gróður prýðir laut og bala
Blómleg skreyta birkilund blöðin græn í hlíðum dala
Fífill undir fögrum hól faðminn breiðir móti sól

Fuglinn hýr, er fyrrum svaf fjarri byggð í skorum kletta
Vetrarblundi vakinn af, víða þreytir flugið létta
Hátt í lofti hörpu slær, heilsar vori röddin skær



Credits
Writer(s): Helgi Hálfdánarson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link