Þetta land

Þetta land
Kristján frá Djúpalæk

Þetta land geymir allt sem ég ann
Býr í árniði grunntónn míns lags
Hjá þess jurt veit ég blómálf míns brags
Milli bjarkanna yndi ég fann

Ber mér útræna ilminn frá sjó
Blærinn angan frá lyngi í mó

Djúpa hugró á fjöllum ég finn
Meðal fólksins er vettvangur minn

Þetta land skamma stund bjó mér stað
Ég er strá í þess mold. Ég er það



Credits
Writer(s): Kristjan Fra Djupalae Einarsson, Jonas Ingimundarson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link