Óargardýr

Sveltandi nagdýr,
djúpt í iðrum býr.
Ég reyni að mölva tennurnar.

Er órói í mér rís,
ég iðullega frýs.
Reyni að forðast skuldirnar,
kvöl-greiddar.

Ég hamast við að temja mig.
Ég keppist við að svelta þig.
Betra væri að sættast við þig,
óargardýr.

En hvað er jafnvægi,
sem sprettur frá egó-i,
en greinir sig frá heildinni?

Er óró í mér rís,
blindandi augnaflís,
sem fæðir bara eingetin,
særindi.

Ég hamast við að temja mig.
Keppist við að svelta þig.
Betra væri að sættast við þig,
óargardýr.



Credits
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link