Tölum bara um veðrið

Kannski er eilífðin,
allt of löng,
til að eyða alltaf,
í sama söng?

Kannski er þrasið,
um þig og þitt og þína,
öðrum kvöl og pína?
Þeir komast aldrei að.

Svo þegar skömmin færist yfir þína sál,
og þegar þögnin kæfir öll þín leyndarmál...
...æi, tölum bara um veðrið, eða hvað?
...kannski ekki.

Því kannski er ástin,
eitthvað sem við veljum alltaf núna?
Ekki hanga,
missa trúna út um allt.

Svo þegar skömmin færist yfir þína sál,
og þegar þögnin kæfir öll þín leyndarmál.

Svo þegar sannleikurinn fer aftur á stjá,
og þegar þögnin fælir það sem þú þarfnast frá...
tölum bara um veðrið.
Þá skiptum við aftur yfir á veðrið.

Bak við augun,
hvíla þrumur og eldingar.
Og hvert andvarp,
felur storminn undir niðri.

Bak við augun,
eru þrumur og eldingar.
Og hvert andvarp,
felur storminn undir niðri.

...tölum bara um veðrið.



Credits
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link