Hversdags-sleikur (Aftur heim)

Ein heima á stofugólfinu,
stirð og taktlaus í vímu,
við dönsum með.

Við streymum á þriðjudagsmorgni,
geitur að frjósa við smelli,
svo út í bergmálshelli.

Hve langt ég fer,
rata alltaf til þín aftur.
Ef ég tapa mér,
taktu utan um mig og ég...
er þá kominn aftur heim.

Grín við matarborð,
hlátur er miklu betri en orð,
tárin kæfa slagorð.

Mín eigin ringulreið,
þvingar þig inn á mína leið,
þú ætíð styður mig.

Hve langt ég fer,
rata alltaf til þín aftur.
Ef ég tapa mér,
taktu utan um mig og ég...
er þá kominn aftur heim.

(Hefðbundin veröldin,
margslungin og vandfundin)
Það eru litlu stundirnar,
sem reynast bestu gjafirnar.
Ég vil einfaldleika í fáránleika.
Ég vil læra að meika,
hversdagsleika.

Hve langt ég fer,
rata alltaf til þín aftur.
Ef ég tapa mér,
taktu utan um mig og ég...
er þá kominn aftur heim.



Credits
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link