Litli dauði

Kannski var dauði þinn,
Litli dauðinn þinn,
stranglega ofmetinn?

Ég hvísla í eyra þér;
"viltu koma með mér,
í gegnum pólskiptin".

Augasteinar,
falin svarthol,
sem okkur ræna ódauðleika.

Ég hlusta eftir andanum þínum,
vonast til að,
gera að mínum.

Ég mun alltaf vera að bíða eftir þér.
Ég mun alltaf bara bíða eftir þér.
Ég vil alltaf bíða eftir þér.
Ég mun alltaf bara bíða eftir þér.

Hvað ef að eilífðin,
er eins og ljósmyndin?
Frosið augnablik.

Efnisgerð minningin,
fölnar þegar hún er,
of lengi í birtunni.

Þá er þessi stund,
allt sem til er.
Og þessi snerting,
upphafið.

Þú opnar augun,
og við skiljum,
að Stóri hvellur er,
eilífur.

Ég mun alltaf vera að bíða eftir þér,
Ég vil alltaf vera að bíða eftir þér.
Ég mun alltaf bíða eftir þér,
Ég vil alltaf bara bíða eftir þér.
Ég vil alltaf bara bíða eftir þér.



Credits
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link