Manstu Þennan Dag?

Manstu hvaða dag það var
Sem allir draumar þínir glötuðu sínum lit
Var eitthvað sem að út af bar

Eða hversdagsleikinn grár
Fyrir járnum
Sem með þunga sínum
Yfirbugaði þig

Manstu eftir brunni
Sem í brjósti þínu geymdi alltaf svar
Hvað myndirðu gefa til
Að eignast aftur það sem var

Manstu eftir vori
Á hverjum morgni
Við fæddumst upp á nýtt

Við böðuðum okkur í sólinni
Síðar á kvöldin
Við spenntum greipar
Og báðum heiminn þess
Að dagur risi á ný

Manstu eftir draumi
Um dag sem að framtíðin í skauti sínu bar
Hvað myndirðu gefa til
Að eignast aftur það sem var
Manstu eftir brunni
Sem í brjósti þínu geymdi alltaf svar
Hvað myndirðu gefa til
Að eignast aftur það sem var



Credits
Writer(s): Stefan Oern Gunnlaugsson, Jonas Sigurdsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link