Sól

Þú sem ert ný,
Velkomin.
Ég óska þess
Að ljós þitt muni
Lýsa þína daga

Því án þín
Væri einu sandkorni færra
Á endalausri ströndu
Ímyndaðu þér bara

Heiminn án þín
Fátækari
Fátækari
Og einu
Sandkorni
Færra

Stundum dimmir
Og allt verður svart
Og fólkið allt í heimi hér
Það birtist þér sem heimskulegt og hart
Og stundum virkar
Heimurinn svo stór
Svo ógnvekjandi ferlíki
Laus við línulegan
Upphafspunkt og enda

En án þín
Væri einum punktinum færra
Á stjörnbjörtum himni
Ímyndaðu þér bara

Heiminn án þín
Fátækari
Fátækari
Og einum
Punktinum
Færra

Heiminn án þín
Fátækari
Fátækari
Og einni
Sólinni
Færra



Credits
Writer(s): Jonas Sigurdsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link