Ein

Ein í myrkum heimi þar ert þú
Ein af hafi rekin þrekuð þú
Ein og þekkir ekki rödd þína
Ein með engan vitjunartíma

Ein í heimsins hafi rekur um stund
Ein, leið virðist löng og lokuð sund
Hvar sem þú leitar þú finnur aftur farin veg
Óskar þess heitast að vitund þín sé varanleg

Það ert þú
Sem til himins hugsar
Og spyrð um þína trú
Þú sem að leitar
Og lifir


Eitt blik á stjörnubjörtum himni, þú
Ein bára á sléttum hafsins fleti, þú
Eitt barn sem fæðist meðan annað fer
Eitt skip í tímans hafi, steytt á sker

Það ert þú



Credits
Writer(s): Jonas Sigurdsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link