Er eitthvað skúff í gangi

Hvernig er það að vera eftirbátur
Hangandi lufsa í kjölfari?
Hvernig er að fá bara úthlutað embætti
Vegna þess að annar flúði af hólmi?

Hvernig er svo að geta ekki tekið
Ákvarðanir vegna þess að búið er að mála myndina
Og ekkert sem er gert gengur upp
Af því að þú hímir hnípin í horni

Og felur þig á bakvið ósvöruð símtöl
Á bakvið ósvaraða pósta
Það er ekki eins og þú hafir til að bera
Annað en mínustölu í útgeislun greyið mitt

En er eitthvað skúff í gangi
Er eitthvað skúff í gangi
Er eitthvað skúff í gangi

Vegna vanhæfis þín og vesaldóms



Credits
Writer(s): Blái Hnefinn, Guðmundur Erlendsson
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link