Hvaðan kemur þetta fól(k)?

Svo er spurt hvað skömmin heitir
& er það erfðarsynd íhaldsins
Íhaldsins sem spyr ekki
Im flokk eða félagið

Heldur rígheldur í eiginhagsmuni
& ímynduð völd

Með hann pinnstífan í valdafýsn

Fælir frá sér skapandi gáfur
& heilbrigðar hugsjónir
Til að greypa mynd múgsins
Af spillingu og klíkuskap

Endanlega í meginminni
Samfélagsins

Með hann pinnstífan í valdafýsn

En seint verður orðum aukið
Afkáralegt hversu það er
Að með því að smeygja um hálsinn
Helsissnöru meðalmennskunar

Er helvíti auðvelt að hengja sig

Spottinn sem er notaður
Til að dingla sér í
Er jú vafningur þess
Að velja alltaf siðleysið
Í vinsældarkosningum
Að velja alltaf meðalmennsku
Í gloppóttu minninu
Að leyfa fólki að gera
Sér hreiður sem skilur ekkert eftir sig
Nema skítahrauka í hornunum
Og svaðalegan fnyk

Með hann pinnstífan í valdafýsn



Credits
Writer(s): Blái Hnefinn
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link