Skilgreindu Menningu Manni Minn

Skilgreindu
Menningu
Manni minn

Segðu mér að það sé rétt að byggja upp menningu hérna

Því menning er víst bara boltinn
& þó málarinn sé soltinn
Er skemmst frá því að segja
Að svíða jörð með því að beygja
Frá menningarstefum síðustu
Ára, heldur að dæla í þá fríðustu
Fótboltadrengi en ekki konur...

Skilgreindu menningu manni minn

En menningunni má ekki gera
Svo hátt undir höfði svo við skulum skera
Niður fjármagnið & styðja ei
Penslariddara og skúlptúragrey
Heldur hvetja til þess að allir hlaupi
Ekki í spik & inn á leikina sig kaupi
Og passa það að bærinn verði aftur sótsvart verkamannaból

Skilgreindu menningu manni minn

& verður henni betur borgið
Með því að reisa fyrir neðan torgið
Hringleikahús 21. aldar fáránleika
Hvar slátrað verður án þess að skeika



Credits
Writer(s): Blái Hnefinn
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link