Sauðdrukkinn lá

Af saltkjöti á fæti
Valt þessi vammlausi
Kontróller
Inn á kontórinn
Og situr með stífbónaðann
Skallann & svitnar ekki einu sinni
Þegar hann er gripinn með brækurnar á hælunum

Því hann er jú máttarstólpi
Margskilinn
Misskilinn

& á móti tekur
Heimsóknum fyrirmenna
& kvenna
Sf háaðli er kynið
& af hæversku hann beygir
Dig undir að vera ekki mæltur
Á tungu gestsgreyanna sem á hann mæna

Því hann er jú máttarstólpi
Meinfýsinn
Margfýsinn

En það er jú vænst
Að brynja sig upp
Berð'í mig brennivín,
Svo ég fíli mig á hestbaki
En láttu svo eins & þú takir ekki eftir því
Þegar ég slefa og tafsa, þrefa og þusa
Æli og sauðdrukkinn ligg í ljómanum af stöðunni minni

Því hann passar upp á börnin sín



Credits
Writer(s): Blái Hnefinn
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link